Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 668 svör fundust

Hvað getur þú sagt mér um Armeníu?

Armenía er í suðurhluta Kákasus og á landamæri að Georgíu, Aserbaídsjan, Tyrklandi og Íran. Það er minnst Kákasuslandanna, 29.800 km2 að flatarmáli, og jafnframt það þéttbýlasta, með rétt um 100 íbúa á hvern ferkílómetra. Armenía var eitt af lýðveldum Sovétríkjanna en hlaut sjálfstæði þegar þau liðuðust í sundur á...

Nánar

Hvernig gat Guð skapað heiminn?

Flest trúarbrögð eiga sögur af sköpun veraldarinnar. Í Biblíunni segir Guð: 'Verði ljós' og það varð ljós. Síðan sagði hann 'Verði' hitt og þetta og þá urðu hlutar heimsins til. 'Guð' er orð sem hefur meðal annars verið notað yfir það sem menn skilja ekki og vekur þeim furðu. Það skilur í raun enginn hvernig þe...

Nánar

Hvað gerist ef vísindin sanna að Guð er ekki til og var aldrei til?

Ólíklegt er að nokkuð muni gerast eða að einhver „sönnun" af því tagi sem spyrjandi gerir ráð fyrir muni hafa eitthvert raunverulegt gildi. Sannast sagna hafa vísindamenn og heimspekingar oft talið sig hafa lagt fram fullgild rök og jafnvel sannanir fyrir annað tveggja tilveru Guðs eða hinu að hann hafi aldrei ver...

Nánar

Má láta grafa sig án líkkistu á Íslandi?

Í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu nr. 36/1993 og í reglugerð um kistur, duftker, greftrun og líkbrennslu nr. 668/2007 er ekki að finna skýrt ákvæði um að skylt sé að nota líkkistu við greftranir, eða að það sé ófrávíkjanlegt. Það segir þó ekki alla söguna um útfararsiði því til eru skýr ákvæði um ki...

Nánar

Af hverju eru dýr lægra sett en menn?

Okkur þykir vænt um gæludýrin okkar. Við gefum þeim nöfn og þau svara kalli okkar. Við gleðjumst með þeim þegar þau leika sér og finnum til með þeim þegar þau eiga bágt. Þau virðast hafa persónuleika. Gæludýrin kunna ekki að tala en okkur finnst að þau hagi sér oft alveg eins og menn. Er þá rétt að segja að mannes...

Nánar

Af hverju er Jerúsalem heilög borg?

Þrenn trúarbrögð telja Abraham vera ættföður sinn: gyðingdómur, kristni og íslam. Margir sem aðhyllast þessi trúarbrögð líta svo á að Jerúsalem sé heilög borg. Frá 10. öld f.Kr. hafa gyðingar álitið Jerúsalem vera heilaga borg. Þeir beina bænum sínum enn í dag í átt að Jerúsalem og trúa því að Ísrael hafi verið...

Nánar

Hvenær fóru menn fyrst á hestbak?

Fræðimenn sem hafa stundað rannsóknir á sögu hestsins (Equus caballus) greinir á um upphaf þess að menn fóru að hagnýta sér þessa nytsemdarskepnu. Elstu vísbendingar um slíka hagnýtingu á hrossum eru frá svæði sem nú tilheyrir Mið-Asíulýðveldinu Kasakstan, nánar tiltekið á stað sem heitir Krasni Yar eða rauða jörð...

Nánar

Er slæðan í íslam notuð til að kúga konur?

Ómögulegt er að svara þessari spurningu með annað hvort jái eða nei-i. Slæðan sem sumar múslímakonur bera getur táknað ýmislegt. Með henni geta konur til að mynda verið að tjá menningu sína og sögu, afstöðu til trúarbragða og annarra skoðana. Slæðan getur einnig verið birtingarmynd kúgunar feðraveldis og stjórnval...

Nánar

Hvað er Falun Gong?

Falun Gong er andleg kínversk hreyfing sem var stofnuð af Li Hongzhi árið 1992. Kenningar Falun Gong eiga rætur sínar að rekja til búddisma, taóisma, siðakenningar Konfúsíusar og vesturlensku nýaldarhreyfingarinnar. Fylgjendur Falun Gong gera sérstakar líkamsæfingar og hafa að markmiði trúarlega og/eða andlega end...

Nánar

Hvað þýðir 'tilreiðir sér' í sálminum Heims um ból?

Þriðja erindi sálmsins Heims um ból eftir Sveinbjörn Egilsson er svona (1856:7-8) (stafsetningu breytt): Heyra má himnum í frá englasöng, allelújá. Friður á jörðu, því faðirinn er fús þeim að líkna, sem tilreiðir sér samastað syninum hjá. Sögnin að tilreiða merkir að ‘útbúa, gera tilbúinn’ og samast...

Nánar

Hvernig urðu beygingar til í tungumálum?

Óvíst er hvort frummaðurinn gat gefið frá sér hljóð sem hægt væri að telja til „orða“ í nútíma merkingu. Er það einkum vegna þess að ekki er nóg vitað um barkakýlið og þróun þess. Talið er að tjáskipti hafi einkum farið fram í öndverðu með hrópum, andlitsgrettum og líkamstjáningu. Smám saman þróaðist maðurinn og g...

Nánar

Hverjar eru elstu fornleifar sem fundist hafa á Íslandi?

Einnig var spurt: Hafa fundist einhverjar fornleifar frá Rómarveldi á Íslandi? Svo sem peningar eða önnur ummerki um að áhrif Rómarveldis hafi náð til landsins með einhverjum hætti? Elstu fornleifar sem hér hafa fundist eru rómverskir peningar. Þeirra á meðal er rómverskur koparpeningur sem sleginn var í Li...

Nánar

Hver var fyrsta plantan á Íslandi?

Neðarlega í fjöllum á ystu nesjum Vestfjarða hafa fundist trjábolaför sem eru elstu menjar um gróður á Íslandi eins og landið lítur út í dag. Þannig för hafa til dæmis fundist í Lónafirði í Jökulfjörðum. Ekki hefur tekist að greina förin til tegunda og trúlega reynist það erfitt, en mjög líklega eru þau eftir einh...

Nánar

Hvers vegna hafa nafnorð kyn?

Íslenska telst til málaættar sem kölluð hefur verið indóevrópsk mál. Fornar heimildir um þessa málaætt (sanskrít, gríska, latína) sýna að orð höfðu ákveðið kyn, karlkyn, kvenkyn eða hvorugkyn eins langt aftur og tekist hefur að rekja. Hettitíska, sem einnig er af þessari málaætt og elstar heimildir eru til um, hef...

Nánar

Bera allir Sikhar sama eftirnafn?

Ég hef heyrt að trúflokkur manna á Indlands/Pakistan-svæðinu sem kallast Sikhar hafi allir sama eftirnafn. Hvers vegna? Sikha-trú er eingyðistrú og skyld bæði hindúatrú og íslam. Sikhar eru um 23 milljónir og langflestir búsettir í Indlandi. Samkvæmt trúarhefð Sikha bera allar konur millinafnið Kaur, sem...

Nánar

Fleiri niðurstöður